Ögmundur segir af sér

Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn eftir að hann hafði beðist …
Ögmundur Jónasson ræðir við fréttamenn eftir að hann hafði beðist lausnar sem ráðherra. mbl.is/Ómar

Ögmundur Jónasson gekk á fund Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í hádeginu í dag og baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra.

Sagðist hann eftir fundinn með Jóhönnu áfram verða eindreginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar en hann mun ekki segja af sér þingmennsku.  Hins vegar væri lögð áhersla á að ríkisstjórnin talaði einu máli í Icesave-málinu og því hefði hann tekið þessa ákvörðun.

„Ég hef trú á því, að Alþingi, ef það tekur þverpólitískt á málunum, muni komast að niðurstöðu sem sé góð fyrir Ísland.  Ég er þeirrar skoðunar að Icesave og líf þessarar ríkisstjórnar séu tveir aðskildir hlutir. Vilji menn setja þetta saman á ég ekki annan kost en að víkja úr ríkisstjórninni," sagði Ögmundur.  

Forustumenn Framsóknarflokksins komu í Stjórnarráðið í hádeginu og sögðust hafa lagt fram nýjar tillögur í Icesave-málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert