30 milljarðar úr atvinnuleysistryggingasjóði

Hækkunin nemur um 12 milljörðum kr. á milli ára.
Hækkunin nemur um 12 milljörðum kr. á milli ára. mbl.is/Golli

Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs er gert  ráð fyr­ir að út­gjöld at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs verði 29,7 millj­arðar á næsta ári. Það er hækk­un um 11.957 millj­ón­ir kr. að raun­gildi frá fjár­lög­um þessa árs.

Breyt­ing­arn­ar eru skýrðar á eft­ir­far­andi hátt:

  1. Farið er fram á 12.330 millj­óna kr. hækk­un heim­ild­ar til að mæta spá um 10,6% at­vinnu­leysi á næsta ári. Í for­send­um fjár­laga 2009 hafi verið miðað við 5,7% at­vinnu­leysi. Áætlað sé að á vinnu­markaði verði um 164.000 manns og því megi gera ráð fyr­ir að um 17.400 manns verði án at­vinnu.

  2. Útgjöld sjóðsins munu aukast um 1313 millj­ón­ir kr. þar sem vaxta­tekj­ur hans af inn­eign í rík­is­sjóði af óráðstöfuðu at­vinnu­trygg­ing­ar­gjaldi verða eng­ar á næsta ári. Í stað vaxta­tekna, sem áætlaðar voru 873 millj­ón­ir kr. í fjár­lög­um 2009, falla á sjóðinn vaxta­gjöld að fjár­hæð 440 millj­ón­ir kr., þar sem tekj­ur hans af at­vinnu­trygg­ing­ar­gjaldi standa ekki und­ir greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta.

  3. Gert er ráð fyr­ir að út­gjöld sjóðsins lækki um 750 millj­ón­ir með hertu eft­ir­liti Vinnu­mála­stofn­un­ar með greiðslum at­vinnu­leys­is­bóta. Gerðar verða sér­stak­ar ráðstaf­an­ir til að halda utan um og mæla ár­ang­ur af þessu eft­ir­liti.

  4. Þá er gert ráð fyr­ir að út­gjöld sjóðsins lækki um 800 millj­ón­ir með hækk­un á fram­færslu­grunni Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna til að hvetja at­vinnu­laust fólk í nám. En út­gjöld hækka um sam­svar­andi upp­hæð und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu þannig að þessi aðgerð breyt­ir ekki heild­ar­út­gjöld­um rík­is­sjóðs. Sú breyt­ing miðar að því að hvetja fólk án at­vinnu til náms.

  5. Þá fell­ur niður tíma­bund­in 140 millj­óna kr. fjár­heim­ild frá ár­inu 2008 sem ætluð var til að draga úr nei­kvæðum áhrif­um af sam­drætti í þorskveiðum og auðvelda þannig fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um að halda starfs­fólki á launa­skrá. Áhrif verðlags­hækk­ana og hækk­un trygg­ing­ar­gjalds á launa­veltu  nema sam­tals 9,4 millj­ón­um kr.

Fjár­laga­frum­varpið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert