Álfheiður verður heilbrigðisráðherra

Álfheiður Ingadóttir er nýr heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir er nýr heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, verður næsti heil­brigðisráðherra. Þetta var samþykkt á þing­flokks­fundi Vinstri grænna sem lauk á öðrum tím­an­um í nótt. „Þetta er krefj­andi verk­efni sem ég tek við, þegar aðstæður eru mjög óvenju­leg­ar. En ég er ekki verkkvíðin,” sagði Álf­heiður þegar mbl.is ræddi við hana á heim­ili henn­ar í nótt að fundi lokn­um.
 
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, gerði til­lögu við þing­flokk­inn um að Álf­heiður tæki embættið að sér og var hún ein­róma samþykkt. Formaður­inn bætti við að fleiri hefðu þó komið til greina, svo sem Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir. Mik­il­vægt hefði verið að tryggja kynja­jafn­vægi í rík­is­stjórn.
 
Þing­flokks­fund­ur VG hófst laust fyr­ir klukk­an ell­efu í gær­kvöld. Á fund­in­um fékk Stein­grím­ur  fullt umboð þing­flokks síns til þess að leiða Ices­a­ve málið til lykta. Stein­grím­ur sagði að slíkt væri þó und­ir­orpið því, að full­nægj­andi frá­gang­ur feng­ist á þeim atriðum máls­ins sem út af standa. Þar hafa fyr­ir­var­ar Breta og Hol­lend­inga í mál­inu verið nefnd­ir sér­stak­lega. Ef lend­ing næst, sagði Stein­grím­ur, mun málið svo koma aft­ur til stjórn­ar og þing­flokka til af­greiðslu.
 
„Við mun­um koma þeim skila­boðum áleiðis að við vilj­um setj­ast aft­ur að samn­inga­borðinu Það er vilji til þess að ljúka mál­inu ná­ist ásætt­an­leg niðurstaða í þeim efn­um sem út af standa,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sem tel­ur for­menn bæði Sam­fylk­ing­ar og VG nú hafa fullt umboð sinna þing­flokka til að lenda mál­inu.
 
Stein­grím­ur sagði að mats­fyr­ir­tæki fylgd­ust grannt með stöðunni á Íslandi og það væri ekki laun­ung­ar­mál að slíkt hefði sett pressu á stjórn­völd við að ljúka Ices­a­ve mál­inu sem allra fyrst svo fyr­ir­tæk­in gæfu Íslandi og stöðunni hér hag­felld­ari ein­kunn en ella væri.
 
„Það er margt sem set­ur þrýst­ing á okk­ur til að ryðja úr vegi þeim hindr­un­um sem eru til staðar,“ sagði fjár­málaráðherra.
 
Um lend­ing­una í Ices­a­ve mál­inu sagði Álf­heiður að mik­il­vægt væri að ljúka því máli sem og öðrum svo Íslend­ing­ar kæm­ust til betri tíðar. „Það var góður sam­hljóm­ur inn­an VG um að ljúka Icea­ve mál­inu og eins að þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf héldi," sagði hún.
 

Steingrímur J. Sigfússon eftir fundinn í nótt.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son eft­ir fund­inn í nótt. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert