Aukin framlög til löggæslumála

Stefnt er að því að efla almenna löggæslu.
Stefnt er að því að efla almenna löggæslu. mbl.is/Júlíus

Lagt er til fjár­laga­frum­varpi næsta árs að fjár­veit­ing til lög­gæslu og ör­ygg­is­mála hækki um 95 millj­ón­ir króna miðað við fjár­lög yf­ir­stand­andi árs. Þar vegi langþyngst 150 millj­óna króna sér­stök fjár­veit­ing sem er ætlað að efla al­menna lög­gæslu.

Þá er sér­stak­lega haft í huga að forðast frek­ari fækk­un lög­reglu­manna og koma í veg fyr­ir fyr­ir­sjá­an­leg­ar upp­sagn­ir um næstu ára­mót. 

Einnig á að nýta fjár­veit­ing­una til að ráða svo sem kost­ur sé ný­út­skrifaða lög­reglu­menn, sem nú eru á at­vinnu­leys­is­skrá. 

Á móti veg­ur 40 millj­óna króna hagræðing­ar­krafa, sem gerð er til lög­reglu­embætta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert