Dregið úr framlögum til ÞSSÍ

Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið í löndum þar sem lífskjörin eru slæm. …
Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið í löndum þar sem lífskjörin eru slæm. Áhersla er lögð á samvinnu við íbúana. Aðstoðin einkum veitt á þeim sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérstakri þekkingu og reynslu. mbl.is/Þorkell

Gert er ráð fyrir að fjárveiting til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) nemi um 1378 milljónum króna á næsta ári, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Þar segir að þetta jafngildi 363 milljóna króna lækkun að raunvirði frá fjárlögum þess árs, eða sem samsvarar 22%.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010 segir að þetta sé aðhaldsráðstöfun í samræmi við breytingar á fjárheimildum sem megi rekja til gengis- og verðlagshækkana og hækkun tryggingargjalds, en samtals nemi þær 98,6 milljónum kr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert