Gert er ráð fyrir að fjárveiting til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) nemi um 1378 milljónum króna á næsta ári, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Þar segir að þetta jafngildi 363 milljóna króna lækkun að raunvirði frá fjárlögum þess árs, eða sem samsvarar 22%.
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010 segir að þetta sé aðhaldsráðstöfun í samræmi við breytingar á fjárheimildum sem megi rekja til gengis- og verðlagshækkana og hækkun tryggingargjalds, en samtals nemi þær 98,6 milljónum kr.