Fjárframlög til háskóla lækka um 1,3 milljarða

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar

Heild­ar­fjárveit­ing til há­skóla og rann­sókna lækk­ar um 1,3 millj­arða króna á næsta ári frá gild­andi fjár­lög­um þegar frá eru tald­ar launa- og verðlags­breyt­ing­ar, sem nema 497,5 millj­ón­um kr. Þetta kem­ur fram í fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir næsta ár, sem lagt var fram í dag.

Fjár­fram­lög og til há­skóla og há­skóla­stofn­ana lækka um 8,5% frá gild­andi fjár­lög­um en aðrir liður um 10% eða meira. Fram­lög í sjóði á sviði rann­sókna eru óskert. 

Þá kem­ur fram í frum­varp­inu, að sam­tals falli niður 225 millj­óna króna fram­lag til tíma­bund­inna verk­efna. Þyngst vega 175 millj­ón­ir til ný­fram­kvæmda við kennslu­álmu Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, 25 millj­ón­ir til RES Orku­skóla og 14 millj­ón­ir til há­skóla- og frum­kvöðlaset­urs á Hornafirði.

Fjár­laga­frum­varpið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert