Gert er ráð fyrir að fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækki á næsta ári um 273 milljónir frá fjárlögum yfirstandandi árs. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010, sem lagt var fram í dag, verða fjárframlög til Ríkisútvarpsins samtals 3,2 millljarðar króna.
Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að lagt sé til að fjárveiting hækki um 630 milljónir króna. með hliðsjón af áætluðum tekjum af útvarpsgjaldi. Á móti kemur, að gert er ráð fyrir að framlag til fyrirtækisins lækki um 357 milljónir frá fjárlögum yfirstandandi árs til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda.