Framlög til sérstaks saksóknara hækki um 225 milljónir

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Golli

Lagt er til, í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár, að tíma­bund­in fjár­heim­ild embætti sér­staks sak­sókn­ara hækki um 225 millj­ón­ir króna og verði sam­tals 275 millj­ón­ir. Embættið var stofnað með 50 millj­óna kr. fjár­heim­ild sl. vet­ur.

Gert er ráð fyr­ir að starfs­menn embætt­is­ins verði allt að 16 tals­ins, auk aðkeyptr­ar ráðgjaf­ar.

Gengið hef­ur verið frá samn­ingi við fyrr­um sak­sókn­ar­ann Evu Joly, en 75 millj­óna króna hækk­un á fjár­veit­ingu vegna henn­ar eru innifal­in í heild­ar­hækk­un­inni. 

Þá var samþykkt í ág­úst sl. að ráðnir verði þrír sjálf­stæðir sak­sókn­ar­ar til embætt­is­ins, til viðbót­ar við sér­staka sak­sókn­ar­ann. Áætluð viðbót­ar­gjöld vegna þeirra nema 30 millj­ón­um kr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert