Framlög til þróunarmála skorin niður um hálfan milljarð

Framlög til UNICEF munu lækka um 30 milljónir kr.
Framlög til UNICEF munu lækka um 30 milljónir kr. Reuters

Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að framlög til verkefna til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi nemi um 1.549 milljónum kr. Þetta jafngildir um 577,2 milljóna kr. lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs.

  1. Framlag til Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna lækkar um 43 milljónir.

  2. Framlag til Þróunarhjálpar SÞ lækkar um 20 milljónir.

  3. Framlög til UNICEF (Alþjóðabarnahjálparstofnunarinnar) lækkar um 30 milljónir.

  4. Framlag til Sjávarútvegsskóla SÞ lækkar um 35 milljónir.

  5. Framlag vegna Hjálparstarfs SÞ fyrir konur í þróunar löndum (UNIFEM) lækkar um 25 milljónir.

  6. Þá eru ýmis framlög vegna mannúðarmála og neyðaraðstoðar lækkuð um 148 milljónir kr.

  7. Framlag til íslensku friðargæslunnar lækkar um 71,3 milljónir.

  8. Þá lækkar framlag til Þróunarmála og hjálparstarfsemi, óskipt, um 210 milljónir kr. 

Aðrar breytingar á fjárheimildum stafa af gengis- og verðlagshækkunum, sem nema samtals 88,3 milljónum kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert