Spáð lækkandi verðbólgu

Árið 2010 mun ein­kenn­ast af at­vinnu­leysi, nei­kvæðum hag­vexti og lækk­andi verðbólgu. Þetta kem­ur fram í þjóðhags­spá fjár­málaráðuneyt­is­ins. Já­kvæðu hliðarn­ar í spánni eru að viðskipta­jöfnuður verður já­kvæður og að sam­drátt­ur í hag­vexti verður mun minni á næsta ári en í ár.

Þjóðhags­spá­in skipt­ir miklu máli þegar verið er að semja fjár­laga­frum­varpið því að töl­ur um at­vinnu­leysi, verðbólgu og hag­vöxt hafa áhrif á niður­stöðutöl­urn­ar. Þjóðhags­spá­in er jafn­an end­ur­skoðuð áður en fjár­lög eru samþykkt.

Útgjöld rík­is­sjóðs vegna at­vinnu­leys­is voru 2,6 millj­arða árið 2007, en fjár­laga­frum­varp árs­ins 2010 ger­ir ráð fyr­ir að út­gjöld­in verði 29,2 millj­arðar. Spáð er 10,6% at­vinnu­leysi á næsta ári, en 8,6% at­vinnu­leysi á þessu ári. Verðbólga verður lík­lega um 12% á þessu ári, en því er spáð að hún lækki veru­lega og verði um 5% á ár­inu. Þá er því spáð að kaup­mátt­ur drag­ist sam­an um 11,4% á næsta ári eft­ir 10,4% sam­drátt á þessu ári.

Viðskipta­hall­inn var gríðarleg­ur árið 2008, m.a. vegna hruns bank­anna. Reiknað er með já­kvæðum viðskipta­jöfnuði á næsta ári, en fara þarf mörg ár aft­ur í tím­ann til að finna slíka niður­stöðu. Ástæðan fyr­ir já­kvæðum viðskipta­halla er ekki síst sú að inn­flutn­ing­ur hef­ur dreg­ist sam­an um 50% á föstu verðlagi. Það hef­ur aft­ur þær af­leiðing­ar að skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs eru miklu minni en þær voru í  „góðær­inu".

Helstu niður­stöður þjóðhags­spár­inn­ar eru þess­ar:

  • Árið 2008 er áætlað að verg lands­fram­leiðsla hafi auk­ist um 1,3% þegar djúp niður­sveifla í inn­lendri eft­ir­spurn í lok árs­ins var milduð af viðsnún­ingi í ut­an­rík­is­viðskipt­um. Árið 2009 er reiknað með að sam­drátt­ur lands­fram­leiðslu nemi 8,4% sem end­ur­spegl­ar fimmt­ungs­lækk­un inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar en áfram­hald­andi af­gang vöru- og þjón­ustu­jöfnuðar. Árið 2010 er spáð að lands­fram­leiðslan drag­ist sam­an um 1,9%, einkum vegna frek­ari sam­drátt­ar einka­neyslu á meðan aukn­ar stóriðju­fram­kvæmd­ir vega upp á móti. Spáð er að viðsnún­ing­ur verði í efna­hags­líf­inu árið 2011 þegar hag­vöxt­ur verður 2,8%. Þá er gert ráð fyr­ir að einka­neysla nái jafn­vægi og áfram­hald­andi aukn­ingu stóriðju­fram­kvæmda og annarr­ar fjár­fest­ing­ar.
  • Þrátt fyr­ir ört minnk­andi halla á vöru­skipt­un­um árið 2008 varð viðskipta­jöfnuður nei­kvæður um 42% af lands­fram­leiðslu vegna gríðarlegr­ar aukn­ing­ar í halla á þátta­tekju­jöfnuði í kjöl­far hruns bank­anna. Árið 2009 er áætlað að viðskipta­hall­inn drag­ist hratt sam­an og verði 7% af lands­fram­leiðslu, en að af­gang­ur á vöru- og þjón­ustu­jöfnuði end­ur­spegli lágt raun­gengi krón­unn­ar. Árið 2010 er því spáð að af­gang­ur upp á 0,8% af lands­fram­leiðslu verði á viðskipta­jöfnuði og að 0,2% af­gang­ur verði árið 2011 en reiknað er með að þátta­tekju­jöfnuður hald­ist nei­kvæður út spá­tíma­bilið.
  • Áætlað er að at­vinnu­leysi verði að meðaltali 8,6% af vinnu­afli árið 2009 og að það nái 10,6% árið 2010 en lækki síðan í 9,0% af vinnu­afli árið 2011.
  • Hægt hef­ur á hjöðnun verðbólgu það sem af er ári vegna veik­ing­ar á gengi krón­unn­ar á fyrri hluta árs­ins. Áætlað er að verðbólga nemi 11,9% að meðaltali árið 2009. Gert er ráð fyr­ir að gengi krón­unn­ar hald­ist stöðugt yfir árið 2010 og að verðbólga verði 5,0% að meðaltali það ár en nær 2,5% í lok árs­ins. Árið 2011 er því spáð að verðbólga verði 2,3% að meðaltali.
  • Tekj­ur rík­is­sjóðs dróg­ust hratt sam­an í lok árs 2008 sam­fara mikið aukn­um út­gjöld­um og tekju­halli rík­is­sjóðs nam 13% af lands­fram­leiðslu það ár. Árið 2009 er áætlað að halli verði á rík­is­sjóði sem nemi 17,2% af lands­fram­leiðslu. Efna­hags­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins ger­ir ráð fyr­ir miklu aðhaldi á kom­andi árum til að snúa rík­is­sjóði í af­gang árið 2013 og hraða lækk­un skulda rík­is­sjóðs.
  • Óvissuþætt­ir sem snúa að þjóðhags­spánni eru marg­ir og viðamikl­ir og tengj­ast af­námi hafta á gjald­eyr­is­markaði, gengi krón­unn­ar, Ices­a­ve máli, lána­fyr­ir­greiðslu AGS og annarra landa, end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, fjár­hags­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja, ástandi á vinnu­markaði, fjár­fest­ingu í orku­öfl­un og iðnaðar­kost­um, ESB aðild og ástandi alþjóðlegs efna­hags­lífs.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert