Segir tekjur Rúv lækka - ekki hækka

Útvarpshúsið Efstaleiti.
Útvarpshúsið Efstaleiti.

Bjarni Guðmunds­son, fram­kvæmda­tjóri Rík­is­út­varps­ins, seg­ir að tekj­ur stofn­un­ar­inn­ar muni lækka á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs en ekki hækka.

Bjarni seg­ir að í  fram­komn­um fjár­laga­til­lög­um rík­is­ins fyr­ir árið 2010 séu greiðslur rík­is­ins til RÚV skorn­ar niður um 10% eða sem nem­ur 357 millj­ón­um króna miðað við árið 2009. Rík­is­sjóður áætli að inn­heimta út­varps­gjald að upp­hæð 3575 millj­ón­ir árið 2010 en RÚV fái til sín 3218 millj­ón­ir. Mis­mun­ur­inn sé 357 millj­ón­ir.

Fram­setn­ing fjár­laga­frum­varps­ins fyr­ir árið 2010 hef­ur valdið þeim mis­skiln­ingi að tekj­ur RÚV fyr­ir al­mannaþjón­ustu séu að hækka um 273 m.kr., úr 2.945 í 3.218 m.kr. Þetta staf­ar af því að á ein­um stað í fjár­lög­um fyr­ir árið 2009 slædd­ist inn göm­ul tala, að grunni til frá ár­inu 2006, um að tekj­ur RÚV af al­mannaþjón­ustu ættu að vera 2.945 m.kr. Ann­ars staðar í sömu fjár­lög­um og í und­ir­gögn­um kem­ur skýrt fram að tekj­ur RÚV fyr­ir al­mannaþjón­ustu árið 2009 eru 3.575 m.kr., enda hafa greiðslur til RÚV á þessu ári verið í sam­ræmi við það," seg­ir í til­kynn­ingu frá Bjarna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert