Stórtækir auðlindaskattar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnir fjárlagafrumvarpið.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnir fjárlagafrumvarpið. mbl.is/Ómar

„Þetta eru töl­ur og áform sem ég sé ekki að gangi upp á nokk­urn hátt,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í fjár­laga­frum­varpi er áformaður sex­tán millj­arða tekju­auki af um­verf­is-, orku- og auðlinda­skött­um. Það gæti þýtt millj­arðaskatt­heimtu af hverju ál­fyr­ir­tæki fyr­ir sig, þegar fram í sæk­ir, en þau eru kaup­end­ur að nærri þrem­ur fjórðu allr­ar raf­orku í land­inu.

Viðmæl­end­ur hafa þann fyr­ir­vara á að hug­mynd­in sé óút­færð í frum­varp­inu, en Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, talsmaður RioT­into Alcan í Straums­vík, seg­ir þetta stór­tæk áform sem fari fram úr öllu meðal­hófi. Að óbreyttu gætu þau þurrkað út all­an hagnað fyr­ir­tæk­is­ins og gott bet­ur. „Þessi áform um skatt­heimtu hljóta að setja stór­kost­legt strik í reikn­ing­inn fyr­ir alla upp­bygg­ingu orku­frekr­ar starf­semi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son.

Hlífa viðkvæm­ustu mál­un­um

Í fljótu bragði virðist frum­varpið hins veg­ar sam­rýmast stöðug­leika­sátt­mál­an­um. Heild­ar­hall­inn sem gert sé ráð fyr­ir sé eft­ir vænt­ing­um. Vissu­lega sé mik­ill hluti af aðgerðunum, 50-60%, fólg­inn í hærri skött­um og margt í frum­varp­inu sé óút­fært. Hins veg­ar hafi verið miðað við það, við gerð stöðug­leika­sátt­mál­ans, að 45% af vand­an­um verði leyst með skatta­hækk­un­um næstu þrjú árin.

Harðast yrði gengið fram í þeim fyrst, en síðan slakað á.

Tekj­ur rík­is­sjóðs aukn­ar um 61 millj­arð

Heild­ar­halli á rík­is­sjóði 2010 er áætlaður 87,4 millj­arðar sam­kvæmt frum­varp­inu. Í krón­um talið verða út­gjöld rík­is­sjóðs skor­in niður um 43 millj­arða króna en tekj­urn­ar aukn­ar um 61 millj­arð. Þetta eru því ein­hver sárs­auka­fyllstu fjár­lög í sög­unni. Áætlað er að bein­ir skatt­ar hækki um 37,6 millj­arða. Á meðal marg­vís­legra hækk­ana er 10% hækk­un bens­ín-, olíu- og bif­reiðagjalda. Á sama tíma eiga fjár­veit­ing­ar til vega­fram­kvæmda að lækka gríðarlega, um tólf millj­arða.

Ný þjóðhags­spá ger­ir ráð fyr­ir að kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna á mann rýrni um 10,4% á þessu ári og 11,4% á því næsta. Hann verður þá svipaður kaup­mætti ár­anna 1999 og 2000.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert