„Þungt höggvið í ráðstöfunartekjur heimila“

Ráðstöfunartekjur hafa dregist saman.
Ráðstöfunartekjur hafa dregist saman. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Viðskiptaráð lítur svo á að óeðlilega miklum bagga sé velt á hinn almenna vinnumarkað miðað við hið opinbera, að sögn Frosta Ólafssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, um aukna skattheimtu einsog fram kemur í fjárlagafrumvarpinu sem gefið var út 1. október. Þar er áætlað að skatttekjur vegna einstaklinga aukist um 37 milljarða.

Viðskiptaráð mun á næstu vikum kanna fjárlögin til hlítar og mögulegar leiðir til úrlausnar á bágri stöðu ríkissjóðs.

Að jafnaði eru 160.000 vinnandi menn á Íslandi. Áætlaður tekjuskattur á einstaklinga árið 2009 er 106.700 milljónir. Í frumvarpinu fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir að tekjur vegna einstaklinga aukist í 143.500 milljónir. Mismunurinn er 37.000 milljónir. Þannig fæst meðaltalið 230.000 krónur á ári.

Hækkanir 2010

Á árunum 2008-2009 hafa áfengis- og tóbaksgjöld hækkað tvisvar. Í byrjun árs 2010 er enn reiknað með hækkun þessara gjalda um 10%.

S&S

Hvað er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði miklar í frumvarpinu?

Hverjir verða skattar á vöru og þjónustu?Gert er ráð fyrir að virðisaukaskattur, almenn og sértæk vörugjöld og aðrir skattar á vöru og þjónustu nemi ríflega 201 milljarði kr. á árinu 2010. Aukningin er 18,1% og 12,5% umfram áætlaða verðbólgu.

En hversu miklu á virðisaukaskatturinn sjálfur að skila? Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann skili 125,2 milljörðum.

Dregst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman? Já, milli áranna 2009 og 2010 dregst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 11,9%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert