Fjárlagafrumvarpið í hnotskurn

Fyr­ir­tækið Data­Mar­ket hef­ur sett fjár­laga­frum­varpið, sem lagt var fram sl. fimmtu­dag, í mynd­ræn­an bún­ing. Eru þar tek­in sam­an á einni síðu út­gjöld og tekj­ur rík­is­ins, flokkað eft­ir ráðuneyt­um, og breyt­ing­ar frá síðustu fjár­lög­um. 

Gert er ráð fyr­ir að gjöld rík­is­ins verði tæp­lega 556 millj­arðar króna á næsta ári og tekj­ur 468 millj­arðar. Fjár­laga­hall­inn er því rúm­lega 87 millj­arðar. Tekju­skatt­ar ein­stak­linga eru áætlaðir 143,5 millj­arðar sem er aukn­ing um 38,9% miðað við áætlaðar tekj­ur rík­is­ins í ár. Þá eru skatt­ar á vöru og þjón­ustu áætlaðir rúm­lega 76 millj­arðar sem er 44,6% aukn­ing. Gert er ráð fyr­ir að virðis­auka­skatt­ur verði 125,2 millj­arðar sem er 2,3% sam­drátt­ur.

Vefsíða Data­Mar­ket

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert