184 stjórnarfrumvörp boðuð

Ráðherrar í þingsal.
Ráðherrar í þingsal. mbl.is/Ómar

Hundrað áttatíu og fjögur stjórnarfrumvörp og þingsályktunartillögur  eru á lista, sem lagður var fram sem fylgiskjal með stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

Forsætisráðuneytið boðar meðal annars frumvörð  um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu, ráðgefandi stjórnlagaþing og fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðanda og um upplýsingaskyldu þeirra. Einnig er boðað frumvarp um siðareglur fyrir ráðherra, embættismenn í ráðuneytum.

Þá eru boðaðar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um bankaleynd, lögum um innistæðutryggingar, lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þegar hún flutti stefnuræðu sína, að þessar breytingar séu allar taldar nauðsynlegar til þess að koma böndum á fjármálamarkaðinn eftir hrunið og til þess að koma í veg fyrir endurteknar ófarir í fjármálageiranum.

Þá á að leggja fram breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og í undirbúningi eru tillögur um næstu strandveiðivertíð í ljósi reynslunnar að strandveiðum liðins sumar.

Loks verða náttúruverndarlög endurskoðuð og er jafnframt unnið að því að setja saman aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert