Starfsmenn Bláfjalla gera klárt fyrir opnun

Verið er að gera klárt fyrir vertíðina í Bláfjöllum.
Verið er að gera klárt fyrir vertíðina í Bláfjöllum. mbl.is/Golli

Talsverður snjór féll í Bláfjöllum aðfaranótt þriðjudagsins. Strax þann dag byrjuðu starfsmenn skíðasvæðisins að troða snjóinn til að tryggja að hann haldist og verði grunnur fyrir frekari snjókomu. „Hér er unnið á fullu til að undirbúa frábæran vetur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna.

Hins vegar er spáin fyrir helgina afleit, miklu roki spáð. Það gæti snjóað og þar sem búið er að troða í brekkunum eru meiri líkur á því að sá snjór sem fellur festist í röstum. Eftir helgina er svo spáð hlýindum í tvo daga. „Þótt blotni og frysti til skiptis er mikilvægt að vera kominn með góðan grunn,“ segir Magnús.

Starfsmenn í Bláfjöllum lögðu stutta göngubraut á Leirunum í fyrradag og skíðagöngumenn biðu ekki boðanna. Liðsmenn Skíðagöngufélagsins Ulls voru mættir samdægurs. Félagið heitir í höfuðið á helsta skíðakappa ásanna í norrænu goðafræðinni. Það var stofnað fyrir þremur árum og eru félagsmenn um 100 talsins og á öllum aldri.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert