Aðeins 66 íslensk skip eru á sjó í dag og af þeim eru mjög fá við Suðurland. Veður er mun skaplegra fyrir norðan og austan land en fyrir sunnan og vestan. Aðallega eru það stærri skip sem eru á sjó og er sjósóknin í dag líkt og um áramót, að sögn Landhelgisgæslunnar.