Margar hjálparbeiðnir í morgun

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli sinnti óveðursaðstoð í morgun..
Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli sinnti óveðursaðstoð í morgun.. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Níu beiðnir um aðstoð hafa borist björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sex hópar frá Ársæli í Reykjavík og Kili á Kjalarnesi sinna þeim. Um hefðbundna óveðursaðstoð er að ræða; vinnupallar og skilti fjúka, þakplötur losna og lausir munir fjúka. Í Breiðholti fauk grill á rúðu sem brotnaði.
 
Í morgun hefur Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnt 21 verkefni en sé miðað við útköll björgunarsveita er veðrið að valda mestum usla þar. Fiskikör, grindverk, gervihnattadiskar, gámar, þakkantar og þakplötur eru meðal þess sem fýkur um bæinn, samkvæmt upplýsingum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
 
Björgunarsveitirnar Björg á Eyrarbakka, Mannbjörg í Þorlákshöfn, Suðurnes í Reykjanesbæ, Berserkir í Stykkishólmi og Dagrenning á Hvolsvelli hafa allar verið kallaðar út í margvísleg verkefni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert