Ofsaveður á Kjalarnesi

00:00
00:00

Eins og þess­ar mynd­ir frá Kjal­ar­nesi bera með sér er ákaf­lega hvasst þar og eins og björg­un­ar­sveitamaður­inn Hólm­ar Þór Stef­áns­son seg­ir í viðtali við mbl.is fýk­ur allt sem fokið get­ur.

Ekk­ert lát virðist vera á hvassviðrinu sem nú geng­ur yfir landið sunn­an og vest­an­vert því er spáð að það gangi niður er líða tek­ur á dag­inn en skömmu eft­ir há­degi var enn mjög hvasst uppi á Kjal­ar­nesi þar sem allt laus­legt fauk og meðal ann­ars fór skilti inn um gler­rúðu á barna­heim­ili þar.

Verk­efn­um björg­un­ar­sveita á höfuðborg­ar­svæðinu vegna veðurs­ins hef­ur fjölgað ört og eru þau orðin um 30 tals­ins. Eru þau víða um höfuðborg­ar­svæðið. Til að mynda á Kjal­ar­nesi þar sem m.a. þak er að fjúka af kjúk­linga­bú­inu Móum. Mikið lið var sent á staðinn en í ljós hef­ur komið að það dug­ar ekki til. Verið er að kalla út stór­virk­ar vinnu­vél­ar til að fergja þakið. Gamli prest­bú­staður­inn við Braut­ar­holt er fok­inn út í veður og vind, m.a. er fram­hliðin far­in úr hon­um. Á Valda­stöðum í Kjós er þak að fjúka af gömlu fjósi og stend­ur skæðadrífa af drasli yfir íbúðar­húsið.
 
Í Reykja­vík er þak að fjúka af stóru húsi við Köll­un­ar­kletts­veg og borist hef­ur til­kynn­ing um að þak sé að losna af há­hýsi í Borg­ar­túni.
 
10 hóp­ar björg­un­ar­sveita­manna, eða um 40 manns, sinna nú þeim verk­efn­um sem fyr­ir liggja og verið er að bæta við fleira fólki eft­ir því sem þörf­in eykst. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert