Óveðri slotar um hádegi

Óveður er á sunnanverðu landinu.
Óveður er á sunnanverðu landinu. mbl.is/Þorkell

Óveðrinu á Suður­landi á að taka að slota um eða eft­ir há­degið. Þá fer að hvessa á norðan­verðu land­inu. Veðrið er nú lang­verst í Vest­manna­eyj­um, und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­daln­um, að sögn Þor­steins V. Jóns­son­ar veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Jafn­vind­ur mæld­ist allt að 43 m/​s á Stór­höfða og á Stein­um und­ir Eyja­fjöll­um 30 m/​s en þar fara hviður í 42 m/​s. Einnig hef­ur verið slæmt á Kjal­ar­nesi þar sem hviður hafa náð 50 m/​s vind­hraða. Veðrið er því verst nú við Suður­strönd­ina og við Faxa­flóa.

Óveðrið mun fær­ast norður yfir landið og má bú­ast við ill­viðri fyr­ir norðan í kvöld og eitt­hvað framyf­ir há­degi á morg­un. Þor­steinn sagði að á fjall­veg­um gæti orðið skafrenn­ing­ur og snjó­koma, en lík­lega ekki í byggð. 

Bú­ist er við að jafn­vind­ur verði ekki jafn sterk­ur fyr­ir norðan og hann hef­ur verið á Suður­landi í morg­un, en hviðurn­ar geta orðið al­veg jafn slæm­ar. Einnig get­ur orðið mjög hvasst á fjall­veg­um og á heiðum. 

Al­manna­varn­ir vilja hvetja fólk til að huga að aðstæðum áður en lagt er af stað í ferðalög. Í frétt frá Al­manna­vörn­um seg­ir að sam­kvæmt Veður­stof­unni og Vega­gerðinni hafi­verið mjög hvasst og hviðótt nú í morg­un, í Mýr­daln­um, und­ir Eyja­fjöll­um, und­ir Hafn­ar­fjalli, á Reykja­nes­braut, á Sand­skeiði og Kjal­ar­nesi.

„Sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stofu hef­ur vind­ur farið í 50 m/​sek í hviðum á Kjal­ar­nesi. Á of­an­greind­um svæðum er af­leitt ferðaveður. Björg­un­ar­sveit­ir eru að störf­um víða á sunn­an og vest­an­verðu land­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert