Eftir Dag Gunnarsson,
Í Vestmannaeyjum eru menn vanir hvassviðri og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum en heimamenn segja að veðrið í nótt og morgun sé með því versta sem þar hefur komið nærri tvo áratugi.
Júlíus Ingason, blaðamaður, fór út að mynda veðrið og sagði að sér hefði ekki litist á blikuna þegar hann þurfti að ríghalda sér í ljósastaur til að takast ekki á loft.