Vitlaust veður hefur í morgun verið á Bakkafjöru þar sem Suðurverk vinnur að byggingu Landeyjahafnar. Að sögn Eysteins Dofrasonar verkefnisstjóra hjá Suðurverki er ekkert vinnuveður og var mannskapurinn, sem átti að fara í helgarfrí eftir hádegi í dag, sendur heim strax í morgun.
Eysteinn segir að ekki sé til neins að fara niður sandana á vinnusvæðið vegna mikils sandroks. Hann segist minnstar áhyggjur hafa af hafnargörðum og öðrum mannvirkjum í Bakkafjöru, en reynt verði að fara á vinnusvæðið upp úr hádegi eða strax og aðstæður leyfi.
Alls vinna um 50 starfsmenn Suðurverks við þessar framkvæmdir.