49 mál í rannsókn

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur …
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Af vef dómsmálaráðuneytisins

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, rann­sak­ar nú ásamt starfs­fólki sínu 49 mál og reikn­ar Ólaf­ur með að þeim eigi enn eft­ir að fjölga til muna. Alls starfa nú 17 manns hjá embætt­inu, sér­fræðing­ar úr ýms­um grein­um. Auk þeirra eru um þess­ar mund­ir þrír sér­fræðing­ar frá Nor­egi að störf­um við rann­sókn­ina hér á landi og annað teymi í Frakklandi.

Ragna Árna­dótt­ir dóms­mála- og mann­rétt­indaráðherra heim­sótti embætti sér­staks sak­sókn­ara í gær. Kem­ur fram á vef ráðuneyt­is­ins að embættið hafi tekið mikl­um breyt­ing­um á und­an­förn­um vik­um, starfs­fólki hef­ur verið fjölgað, þrír nýir sak­sókn­ar­ar skipaðir og starf­sem­in verið flutt í ný og rúm­betri húsa­kynni.

Gert er ráð fyr­ir því að starfs­mönn­um eigi eft­ir að fjölga enn frek­ar og muni hátt í 30 manns starfa að rann­sókn­inni á næst­unni.

Embætti sér­staks sak­sókn­ara hef­ur tekið upp form­legt sam­starf við Ser­i­ous Fraud Office (SFO), stofn­un sem starfar við hlið efna­hags­brota­deild­ar bresku lög­regl­unn­ar er rann­sak­ar meiri hátt­ar efna­hags­brot. Full­trú­ar frá embætt­inu hafa einnig fundað með lög­regl­unni í Lúx­em­borg og sak­sókn­ara efna­hags­brota þar um hugs­an­legt sam­starf. Þá er embættið í sam­starfi við norska efna­hags­brota­embættið auk þess að eiga sam­skipti við lög­reglu- og sak­sókn­ara­yf­ir­völd í fleiri ná­granna­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert