Viljum fá prestinn okkar aftur

Séra Gunnar Björnsson á borgarafundi á Selfossi.
Séra Gunnar Björnsson á borgarafundi á Selfossi. mbl.is/Egill Bjarnason

„Við vilj­um fá prest­inn okk­ar aft­ur," sagði Ingi­björg Sig­tryggs­dótt­ir á borg­ar­fundi sem séra Gunn­ar Björns­son efndi til á Sel­fossi í kvöld. Klappað var fyr­ir þess­um orðum en á fund­in­um kom fram ein­dreg­inn stuðning­ur við Gunn­ar.

Á fund­in­um var samþykkt álykt­un þar sem skorað var á bisk­up Íslands að end­ur­skoða ákvörðun sína að færa Gunn­ar til í starfi. Ákvörðun hafi verið ómak­leg og lík­lega ólög­leg. Jafn­framt var skorað á sókn­ar­nefnd­in að boða til fund­ar í sókn­inni.

Í álykt­un­inni seg­ir að fund­ur­inn harmi "þá hörku sem bisk­up­inn yfir Íslandi hef­ur sýnt með úr­sk­urði sín­um 15. októ­ber, í máli sr. Gunn­ars með því að hann skuli flutt­ur til í starfi gegn vilja hans, meinuð end­ur­koma að þjón­ustu við söfnuðinn á Sel­fossi, að hann sé þannig hrak­inn úr starfi því sem hann þráir að gegna á ný.

Fund­ur­inn tel­ur, að úr­sk­urður bisk­ups sé ómak­leg­ur, að lík­ind­um ólög­mæt­ur og gangi á svig við niður­stöðu sem feng­in er ný­lega í héraðsdómi, hæsta­rétti og hjá úr­sk­urðar­nefnd Þjóðkirkj­unn­ar, sveigi að mann­orði Gunn­ars enn frek­ar en orðið er og sneiði  að mann­rétt­ind­um hans.

Með ver­ald­leg­um og geist­leg­um úr­sk­urði, héraðsdómi og í Hæsta­rétti, var sr. Gunn­ar sýknaður af ákæru um kyn­ferðis­legt áreiti við tvö ung sókn­ar­börn sín. Auk þess hafði bisk­up­inn sjálf­ur að þeim niður­stöðum fengn­um, úr­sk­urðað, að Gunn­ar skyldi snúa aft­ur til starfs, sem hon­um hafði verið veitt tíma­bund­in lausn frá. Nú hef­ur bisk­up­inn snúið þess­um úr­sk­urði án þess að fram hafi komið eða skýrðar nýj­ar máls­ástæður annað en orðróm­ur um djúp­stæðan ágrein­ing í sókn­inni.

Fund­ur­inn mót­mæl­ir staðhæf­ing­um að óat­huguðu máli um djúp­stæðan ágrein­ing inn­an safnaðar­ins um end­ur­komu Gunn­ars. Fund­ur­inn vek­ur at­hygli á því, að fjöl­mörg sókn­ar­börn hans vilja hafa hann áfram sem sálusorg­ara og til að sinna öðrum prest­verk­um og telja mik­inn missi fyr­ir safnaðar­starfið, ef Gunn­ar yrði að víkja. Það er brot gegn þess­um sókn­ar­börn­um, að hrekja Gunn­ar frá þess­ari þjón­ustu við þau og brot gegn mann­rétt­ind­um Gunn­ars og mannúðarleysi einnig eft­ir það sem hann hef­ur gengið í gegn um í þessu máli. Ætla má, að and­mæli sem fram hafa komið gegn því að Gunn­ar snúi aft­ur til starfa í Sel­foss­kirkju séu bor­in uppi af fá­menn­um hópi, en hinir séu marg­falt fleiri, sem óska þess að hann verði áfram.

Skorað er á bisk­up­inn að end­ur­meta þessa af­stöðu. Fund­ur­inn skor­ar á rófast sr. Ei­rík Jó­hanns­son að kalla sam­an sókn­ar­nefnd til fund­ar við söfnuð Sel­fossprestakalls um þetta mál."

Séra Gunn­ar sagði á fund­in­um að bisk­up Íslands hefði sent sér bréf eft­ir að Hæstirétt­ur kvað upp sýknu­dóm í máli hans. Hann hefði síðar í sam­tali við sig lofað sér því að hann ætti að taka við embætt­inu 1. júní. Nokkuð hörð gagn­rýni hef­ur komið fram á bisk­up Íslands á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert