Ákvörðun biskups gildir

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Skapti

„Hann [séra Gunn­ar Björns­son] get­ur auðvitað gert það sem hann kýs, en ákvörðun bisk­ups gild­ir,“ seg­ir Gest­ur Jóns­son, lögmaður Bisk­ups­stofu. Gunn­ar lýsti því í vik­unni yfir að hann hygðist hafa boðskap bisk­ups, að að flytja hann til í starfi inn­an þjóðkirkj­unn­ar, að engu. 

Gest­ur bend­ir á að bisk­up sé for­stöðumaður kirkj­unn­ar og hafi þar með ráðning­ar­valdið. „Sem slík­ur hef­ur hann sam­kvæmt starfs­manna­lög­un­um heim­ild­ina m.a. til þess að flytja menn úr einu starfi í annað og það hef­ur hann gert,“ seg­ir Gest­ur og vís­ar þar til 36. grein­ar laga um rétt­indi og skyld­ur op­in­berra starfs­manna.

Gest­ur minn­ir á að bisk­up hafi í bréfi sínu til séra Gunn­ars gert grein fyr­ir því þeirri ákvörðun sinni að flytja hann úr starfi sókn­ar­prests Sel­foss­kirkju­safnaðar í starf sérþjón­ustuprests á Bisk­ups­stofu út skip­un­ar­tíma hans hjá kirkj­unni til árs­ins 2012.

„Bisk­up tel­ur ein­fald­lega að það sé ekki hægt að halda uppi eðli­legu safnaðar­starfi á Sel­fossi meðan Gunn­ar gegn­ir þar embætti sókn­ar­prests og því tek­ur hann þessa ákvörðun. Ef að Gunn­ar er ósátt­ur við þá ákvörðun þá get­ur hann auðvitað leitað til dóm­stóla með þau sín sjón­ar­mið. En auðvitað tek­ur Gunn­ar sér ekki það vald að hann geti ráðið því hvort hann fer eft­ir því sem bisk­up hef­ur ákveðið eða ekki. Það vald hef­ur hann ekki,“ seg­ir Gest­ur.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Gunn­ari sem hann las fjöl­miðlum fyrr í vik­unni sagðist hann hafa end­ur­sent bréf bisk­ups og að í því hafi „eng­inn lög­gern­ing­ur fram­inn [verið fram­inn] held­ur aðeins vanga­velt­ur um mis­mun­andi hug­mynd­ir bisk­ups og meðreiðafólks hans,“ eins og Gunn­ar orðaði það.

Aðspurður hver yrðu næstu skref seg­ir Gest­ur mál­inu lokið af hálfu bisk­ups. „Bisk­up er bú­inn að taka þá ákvörðun sem um er að ræða. Hann hef­ur sam­kvæmt starfs­manna­lög­un­um vald til að færa emb­ætt­is­menn til í starfi og það hef­ur hann gert og hann er bú­inn að til­kynna það og þá gild­ir sú ákvörðun. Meira er ekki um málið að segja.“


Gunnar Björnsson
Gunn­ar Björns­son mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka