Bangsavika á Amtsbókasafninu

Yfir 400 börn lögðu í vikunni leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri, en þar stendur bangsavika nú sem hæst.

Hinn alþjóðlegi bangsadagur sem bangsavinir hafa valið sér er 27.október,
afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Að undirlagi PR hóps norrænna bókasafna 1998 hafa bókasöfn á Norðurlöndum haldið Bangsadaginn hátíðlegan síðan 1998. Bangsar eru söguhetjur margra vinsælla barnabóka og því skemmtilegt að mati Ingibjargar Magnúsdóttur barnabókavarðar Amtsbókasafnsins á Akureyri, að tengja bangsa og bókasafnið saman.

Einnig eru bangsar tákn öryggis og vellíðunar í huga okkar á sama hátt og bækur og bókasöfn eru vonandi, segir Ingibjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert