29% vilja ganga í ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Tæp­ur þriðjung­ur svar­enda var hlynnt­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið (ESB), sam­kvæmt skoðana­könn­un sem gerð var fyr­ir frétta­stofu Stöðvar 2. Um helm­ing­ur svar­enda kvaðst vera hlynnt­ur aðild­ar­viðræðum en um tæp 43% voru þeim and­víg.

Þegar spurt var um inn­göngu í ESB voru 29% þeirra sem tóku af­stöðu mjög hlynnt eða frek­ar hlynnt inn­göngu. Rúm­lega 54% voru frek­ar eða mjög and­víg því að ganga í ESB.

Rann­sóknamiðstöð Há­skól­ans á Bif­röst vann könn­un­ina fyr­ir frétta­stofu Stöðvar 2 og var greint frá könn­un­inni í kvöld­frétt­um stöðvar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka