Reynt að semja við lánveitendur HS Orku

HS Orka hefur átt í viðræðum við lánveitendur sína undanfarið en í lok síðasta árs uppfyllti félagið ekki kröfur í lánasamningum eiginfjárhlutfall og rekstrarhlutföll sem veitir lánveitendum heimild til gjaldfellingar lána. Eru viðræður á lokastigi en ekki hefur náðst samkomulag við lánveitendur.

Um síðustu áramót varð ljóst að HS Orka hafði brotið lánsfjárkvaðir helstu lánasamninga vegna mikils falls íslensku krónunnar. Þessa var getið sérstaklega í ársreikningi félagsins og í áritun endurskoðenda. „Nú hefur félagið um nokkurt skeið verið í viðræðum við lánveitendur sína þar sem unnið er að því að félaginu verði veittar undanþágur frá fyrrgreindum lánsfjárkvöðum eða þeim breytt þannig að félagið geti staðið við þær.

Þessar viðræður eru nú á lokastigi en hafa ekki leitt til samkomulags ennþá, líklegt er að það muni gerast bráðlega og mun félagið senda frá sér tilkynningu þess efnis þegar samkomulag hefur náðst," að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka