Reynt að semja við lánveitendur HS Orku

HS Orka hef­ur átt í viðræðum við lán­veit­end­ur sína und­an­farið en í lok síðasta árs upp­fyllti fé­lagið ekki kröf­ur í lána­samn­ing­um eig­in­fjár­hlut­fall og rekstr­ar­hlut­föll sem veit­ir lán­veit­end­um heim­ild til gjald­fell­ing­ar lána. Eru viðræður á loka­stigi en ekki hef­ur náðst sam­komu­lag við lán­veit­end­ur.

Um síðustu ára­mót varð ljóst að HS Orka hafði brotið láns­fjár­kvaðir helstu lána­samn­inga vegna mik­ils falls ís­lensku krón­unn­ar. Þessa var getið sér­stak­lega í árs­reikn­ingi fé­lags­ins og í árit­un end­ur­skoðenda. „Nú hef­ur fé­lagið um nokk­urt skeið verið í viðræðum við lán­veit­end­ur sína þar sem unnið er að því að fé­lag­inu verði veitt­ar und­anþágur frá fyrr­greind­um láns­fjár­kvöðum eða þeim breytt þannig að fé­lagið geti staðið við þær.

Þess­ar viðræður eru nú á loka­stigi en hafa ekki leitt til sam­komu­lags ennþá, lík­legt er að það muni ger­ast bráðlega og mun fé­lagið senda frá sér til­kynn­ingu þess efn­is þegar sam­komu­lag hef­ur náðst," að því er seg­ir í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert