Joly vonaðist til að hitta Björk

Eva Joly, ráðgjafi embætt­is sér­staks sak­sókn­ara, hafði eng­an sér­stak­an hug á því að ferðast til Íslands þegar Eg­ill Helga­son hafði sam­band við hana og bauð henni til lands­ins. Hins veg­ar taldi hún sér bæri skylda til þess vegna ná­inna tengsla Íslands og Nor­egs. Ekki spillti fyr­ir að Eg­ill ýjaði að því að hún myndi kannski hitta Björk Guðmunds­dótt­ur á Íslandi en Joly er mik­ill aðdá­andi söng­kon­unn­ar.

Hins veg­ar var Björk ekki stödd á Íslandi held­ur í New York þegar Joly kom hingað fyrst, að því er fram kem­ur í ít­ar­legu viðtali við Joly í vefút­gáfu Fin­ancial Times.

Þegar Joly kom hingað var hún í miðri kosn­inga­bar­áttu en hún var í fram­boði fyr­ir Græn­ingja um sæti á Evr­ópuþing­inu. Sem hún var kos­in á fyr­ir hönd Frakk­lands í júní sl.

Fram kem­ur í grein­inni að ein­ung­is hafi liðið nokkr­ir klukku­tím­ar frá viðtal­inu í Silfri Eg­ils að hóp­ur var sett­ur upp á Face­book og hundruð Íslend­inga skráð sig í þeirri von um að hún myndi aðstoða við rann­sókn­ina á hrun­inu á Íslandi. Dag­inn eft­ir hitti hún Rögnu Árna­dótt­ur, dóms­málaráðherra og Stein­grím J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra að máli þar sem þau báðu hana um að veita aðstoð við rann­sókn­ina. Þáði Joly boð þeirra. 

Tal­ar um tengsl á Íslandi

Seg­ir FT að stuðning­ur­inn við Joly meðal Íslend­inga lýsi vel því litla trausti sem ís­lenska þjóðin hafi á leiðtog­um lands­ins til að vinna vinn­una sína. „Íslensk stjórn­völd höfðu enga reynslu í rann­sókn af þessu tagi - hvernig áttu þau að hafa hana?" seg­ir Joly við blaðamann FT. Hún seg­ir að skipti máli þau tengsl sem eru milli ein­stak­linga á Íslandi og bend­ir á að Valtýr Sig­urðsson, rík­is­sak­sókn­ari, sé faðir Sig­urðar Val­týs­son­ar, for­stjóra Ex­ista sem hafi átt stór­an hlut í Kaupþingi.

Fram kem­ur í grein­inni hve erfitt hafi verið að fá ein­hvern til að taka að sér embætti sér­taks sak­sókn­ara en að lok­um hafi Ólaf­ur Hauks­son tekið að sér starfið.

Starfsaðstaðan minnti á árið 1992 í Par­ís

Joly seg­ir að starfsaðstaðan hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara hafi í fyrstu minnt hana á það þegar hún hóf störf sem rann­sókn­ar­dóm­ari í Par­ís árið 1992. Þá hafi hún þurft að fá lánaða tölvu dótt­ur sinn­ar svo hún þyrfti ekki að nota Oli­vetti rit­vél sem dóm­ar­ar fengu til af­nota á þess­um tíma. Jafn­framt hafi hún þurft að deila ljós­rit­un­ar­vél með 62 öðrum dómur­um.

Ólaf­ur Hauks­son ber Joly vel sög­una í grein FT.  Hann seg­ir hana ákaf­lega sterk­an per­sónu­leika og þau séu sam­mála um sumt en ekki annað. Það sé hins veg­ar eðli­legt í mann­leg­um sam­skipt­um.

Joly viður­kenn­ir að sam­bandið henn­ar og Ólafs hafi ekki verið auðvelt í fyrstu en í dag vinna þau vel sam­an. Auk Joly starfa með embætt­inu sex fransk­ir sér­fræðing­ar sem hafa unnið með Joly áður. Hún kem­ur yf­ir­leitt einu sinni í mánuði til Íslands og dvel­ur hér í tvo daga í senn. Hún tek­ur tvö þúsund evr­ur í laun á dag þegar hún er hér en fær ekki greitt fyr­ir ferðadag né und­ir­bún­ings­vinn­una er­lend­is.

Grein­ar­höf­und­ar segja Joly njóta mik­ils trausts meðal Íslend­inga. Í ný­legri könn­un hafi hún notið stuðnings 66% þjóðar­inn­ar á meðan Ólaf­ur Hauks­son naut trausts helm­ings og embætti rík­is­sak­sókn­ara þriðjungs þjóðar­inn­ar.

Eins njóti hún stuðnings langt út fyr­ir land­stein­ana eins og sjá­ist á þeim viðbrögðum sem grein henn­ar í alþjóðleg­um fjöl­miðlum um Ices­a­ve vakti út um heim all­an.

Draga þarf fólk til ábyrgðar

Joly seg­ir í grein­inni að það hafi verið áber­andi þegar hún kom fyrst hingað til lands hvað fólk talaði um að óheppni hafi valdið hrun­inu og ýms­ir reynt að firra sig ábyrgð.  Hún seg­ir að nauðsyn­legt að áður en end­ur­reisn hefst og áður en fyr­ir­gefið verður verði að ákv­arða ábyrgðina, hverj­ir bera ábyrgð, það verður að kom­ast að sann­leik­an­um.

Fyrstu ákær­ur vænt­an­leg­ar í árs­lok 2010

Hún seg­ir að rann­sókn­in sé enn á byrj­un­arstigi og að fyrstu ákær­urn­ar verði lagðar fram í lok næsta árs. Hún seg­ir ekki ólík­legt að rann­sókn­in muni taka fimm ár. „Svo verði að vera ef það á að gera þetta al­menni­lega. Þetta er stór­mál. Aðrir evr­ópsk­ir bank­ar teng­ist því," seg­ir Joly. „Það mun sýna að það sem gerðist á Íslandi sé ekki eitt­hvað ís­lenskt vanda­mál."

Vænt­an­lega stærsta rann­sókn á hvít­flibb­aglæp­um sög­unn­ar

Seg­ir í grein FT að ef ár­ang­ur næst af rann­sókn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara sé lík­legt að hún verði stærsta rann­sókn sög­unn­ar á hvít­flibb­aglæp­um. Ef hún mistekst þá vakni spurn­ing­in um hvort ein­hver geti stýrt rann­sókn af þessu tagi. Joly veit hvað rann­sókn­in er þýðing­ar­mik­il og seg­ir að þetta sé miklu stærra mál held­ur en rann­sókn­in á Elf olíu­fé­lag­inu á sín­um tíma. Hins veg­ar sé ómögu­legt að segja til um það á þess­ari stundu hve miklu stærra það er. „Ekki strax."

Joly seg­ist von­ast til þess að ekki verði þörf á henni all­an tíma. Ferðalög­in reyni á.  Hún sé hins veg­ar á Íslandi til þess að hjálpa. Íslend­ing­ar hafi fjár­fest í henni og hafi mikl­ar vænt­ing­ar til henn­ar. „En þetta er þeirra landi. Ein­ung­is Íslend­ing­ar geta stýrt þess­ari rann­sókn," seg­ir Joly.

Grein FT í heild

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmunds­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar
Embætti sérstaks saksóknara
Embætti sér­staks sak­sókn­ara mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert