Myndasöguhetjan Ástríkur heldur upp á fimmtugsafmælið sitt í ár. Þeir Tinni og Leðurblökumaðurinn eiga reyndar líka stórafmæli í ár en Ástríkur hefur ekki verið endurútgefinn á Íslensku í langan tíma og því eru bækurnar hans að verða að sjaldgæfum dýrgripum.
Í nýlegri rannsókn sem bandarískir vísindamenn gerðu kom í ljós að myndasögur örva unga lesendur ekki síður en hefðbundnar sögubækur og eru alveg jafn krefjandi aflestrar og annað lesefni.
Það kann að útskýra vinsældir þessa bókmenntageira.