Unnið að setningu einna hjúskaparlaga

Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragna Árna­dótt­ir, dóms- og mann­rétt­indaráðherra, sagði á Alþingi í dag að inn­an ráðuneyt­is henn­ar væri unnið að setn­ingu einna laga sem gilda eiga um hjú­skap, jafnt gagn­kyn­hneigðra og sam­kyn­hneigðra. Hún sagði sam­rým­ingu lög­gjaf­ar brýna rétt­ar­bót sem stefnt sé að full­um fet­um.

Anna Pála Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Rögnu út í hvað liði setn­ingu hjú­skap­ar­laga sem gilda fyr­ir alla, óháð kyn­hneigð. Anna Pála sagði Íslend­inga vera á eft­ir mörg­um ríkj­um Evr­ópu og auðmýkj­andi væri að mis­mun­andi lög gildi um ef ein­stak­ling­ur elsk­ar konu eða karl. Þá spurði hún ráðherra jafn­framt hvort sam­kyn­hneigð pör gætu gengið í hjóna­band 10. októ­ber á næsta ári.

Ragna sagði að í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar kæmi fram að stefna beri að setn­ingu einna hjú­skap­ar­laga. Unnið sé að því í ráðuneyt­inu en að mörgu þurfi að huga og engu hægt að slá föstu hvað varðar dag­setn­ing­ar.

Anna Pála Sverrisdóttir.
Anna Pála Sverr­is­dótt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert