Flensan á hröðu undanhaldi

Haraldur Briem
Haraldur Briem mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Svínaflensan er á hröðu undanhaldi og veikjast álíka margir nú og af hinni hefðbundnu flensu, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Hann segir að von sé á bóluefni á næstu dögum og því verður dreift á heilsugæslustöðvar þegar ljóst sé að um nægjanlegt magn sé að ræða. Fresta þurfti bólusetningum nú um mánaðamótin þar sem afhending á bóluefni seinkaði.

Haraldur segir að ekki gangi að fólk fái tíma í bólusetningu en grípi í tómt þar sem ekkert bóluefni er til. Því hafi verið ákveðið að hefja ekki bólusetningar á ný fyrr en um miðjan mánuð.

Nokkur umræða hefur verið um hvort fólki með ofnæmi sé óhætt að fara í bólusetningu og segir Haraldur að flestallir geti gert það fyrir utan þá sem eru með hastarlegt eggjaofnæmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka