Jólaskreytingar verðlaunaðar í Reykjanesbæ

Barnahúsið Túngata 14 í Reykjanesbæ
Barnahúsið Túngata 14 í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um skreytingar utandyra á aðventu frá árinu 2000 og voru viðurkenningar veittar í gær fyrir skemmtilegar jólaskreytingar en að auki fékk Hallbjörn Sæmundsson sérstaka viðurkenningu fyrir húsið sitt sem í daglegu tali er nú nefnt jólahús barnanna og  er vinsæll viðkomustaður hjá börnum á aðventu.

Verðlaunahafar í 1. - 3. sæti hljóta að launum gjafabréf frá Hitaveitu Suðurnesja fyrir orkunotkun að upphæð kr. 15.000, 20.000 og 30.000.
1. Týsvellir 1
2. Ránarvellir 2
3. Melavegur 2

Barnahúsið Túngata 14 er einstaklega fallega og hlýlega skreytt hús og garður sem bæjarbúar og þá sérstaklega börn hafa notið að skoða á aðventunni í að minnsta kosti 10 ár, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.

Nánar er hægt að lesa um húsin á vef Reykjanesbæjar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert