Umsátursástand skapaðist við hús í Reykjanesbæ á tíunda tímanum í morgun. Lögreglan á Suðurnesjum kallaði til sérsveitina vegna byssuhótana, en eftir um hálftíma umsátur um íbúðina þar sem meintir byssumenn höfðu til gáfu sig fram við lögreglu. Þeir voru þá án skotfæra.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var forsaga málsins sú að nokkrir menn bönkuðu upp á hjá tveimur karlmönnum, sem þeir eru málkunnugir, í morgun, en þeir töldu sig eiga harma að hefna eftir slagsmál í morgunsárið. Mennirnir tveir hótuðu aðkomumönnunum og í framhaldinu var lögreglan kölluð til. Hún náði símasambandi við mennina sem höfðu í hótunum og í framhaldinu gáfu þeir sem fram. Allir mennirnir eru góðkunningjar lögreglunnar, að hennar sögn.