Fjárlög með 98,9 milljarða halla

Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er í ræðustóli.
Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er í ræðustóli. mbl.is/Heiðar

Alþingi samþykkti í dag fjár­lög fyr­ir árið 2010. Sam­kvæmt þeim verða tekj­ur rík­is­sjóðs tæp­ir 462 millj­arðar króna á næsta ári en gjöld  561 millj­arður króna. Sam­kvæmt því verður tekju­halli rík­is­sjóðs 98,9 millj­arðar króna á næsta ári.

Fjár­laga­frum­varpið var samþykkt með 33 sam­hljóða at­kvæðum en 27 þing­menn greiddu ekki at­kvæði. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagðist telja niður­stöðuna mjög viðun­andi miðað við aðstæður og raun­hæft væri hægt yrði að ná fram frum­jöfnuði á rík­is­sjóði árið 2011 og af­gangi árið 2013.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði við at­kvæðagreiðsluna, að fjár­laga­frum­varpið væri van­búið að mörgu leyti. Sagði Hösk­uld­ur að fram­sókn­ar­menn gagn­rýndu skatta­hækk­un­ar­áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem vegi að innviðum sam­fé­lags­ins og vel­ferðar­kerfi þjóðar­inn­ar. „Það hefði verið hægt að vinna málið mun bet­ur," sagði Hösk­uld­ur.

Guðbjart­ur Hann­es­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður fjár­laga­nefnd­ar, sagði að um væri að ræða mik­il­væg og erfið fjár­lög. Ekki hefði verið leitað ódýrra lausna held­ur byggt á þeirri blönduðu leið tekju­auka og sam­drátt­ar sem boðuð var.  

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks sagði, að fjár­laga­frum­varpið væri illa skipu­lögð óvissu­ferð inn í næsta ár. Rík­is­stjórn­in hefði fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor þagað þunnu hljóði um skatta­áform sín en síðan komið í bakið á bæði at­vinnu­rek­end­um og launþegum. Allt út­lit væri fyr­ir að af­koma rík­is­sjóðs yrði mun verri en frum­varpið gerði ráð fyr­ir.

Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að  rík­is­stjórn­in hefði orðið ber að aga­leysi í rík­is­fjár­mál­um og virðing­ar­leysi gagn­vart Alþingi. 100 millj­arða króna halli bæri vitni um að rík­is­stjórn­in hefði gef­ist upp við verk­efni sitt. „Þetta eru illa grunduð vinnu­brögð og svik við gef­in fyr­ir­heit," sagði Kristján Þór.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði að skatta­hækk­an­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar gangi ekki upp og reyna ætti þess í stað að sækja fé til þeirra sem nýta auðlind­ir þjóðar­inn­ar án þess að greiða fyr­ir þær. Sagði hann að sér þætti ekki heil brú í mörg­um liðum fjár­laga­frum­varps­ins.

Breyt­ing­ar­til­lög­ur Hreyf­ing­ar­inn­ar við frum­varpið fengu ekki hljóm­grunn við at­kvæðagreiðsluna og voru þær all­ar felld­ar með at­kvæðum þing­manna hinna flokk­anna allra.  

Þess má geta, að fjár­lög fyr­ir yf­ir­stand­andi ár voru fyr­ir ári af­greidd með 153 millj­arða króna halla. Útlit er fyr­ir, að halli á rekstri rík­is­sjóðs verði um 160 millj­arðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert