Fannst látinn í Norðurá

mbl.is

Karl­maður fannst lát­inn í Norðurá í Skagaf­irði nú á sjötta tím­an­um. Manns­ins hef­ur verið leitað í all­an dag, en hans hafði verið saknað frá því í gær. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Sauðár­króki fannst maður­inn lát­inn í bif­reið sinni í Norðurá í Norðurár­dal, skammt frá Öxna­dals­heiði. Til­drög­in liggja ekki fyr­ir en málið er í rann­sókn. Það er rann­sakað sem bana­slys.

Lög­reglu- og björg­un­ar­sveit­ar­menn leituðu manns­ins í Skagaf­irði og Húna­vatns­sýslu í dag ásamt þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert