Húsleit hjá Deloitte

Deloitte
Deloitte mbl.is/Rax

Starfs­menn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara komu í höfuðstöðvar Deloitte á Íslandi í morg­un með dóms­úrsk­urð um að fá gögn af­hent sem tengj­ast Ex­ista og Bakka­vör. Að sögn Þor­varðar Gunn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Deloitte, var bæði um skjöl og ra­f­ræn gögn að ræða.

Þor­varður seg­ir til­efni rann­sókn­ar­inn­ar vera kæra Nýja Kaupþings frá því á síðasta ári en bank­inn kærði til sér­staks sak­sókn­ara for­svars­menn Ex­ista og þá starfs­menn Deloitte og Logos lög­mannsþjón­ustu sem önnuðust til­kynn­ingu til hluta­fjár­skrár vegna hluta­fjáraukn­ing­ar Ex­ista í des­em­ber 2008.

Að mati bank­ans fer hátt­semi viðkom­andi aðila gegn lög­um um hluta­fé­lög. Fyr­ir­tækja­skrá úr­sk­urðaði hluta­fjáraukn­ing­una ólög­mæta í sum­ar og gerði al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­manna og end­ur­skoðenda Ex­ista. Hilm­ar A. Al­freðsson skrifaði und­ir skýrslu Deloitte.

Nýi Kaupþing banki hef­ur einnig kært for­svars­menn Ex­ista vegna sölu á hlut Ex­ista í Bakka­vör Group þann 11. sept­em­ber 2009 til sér­staks sak­sókn­ara.

Í til­kynn­ingu frá Nýja Kaupþingi þegar kær­an var lögð fram í sept­em­ber í fyrra kem­ur fram að það sé mat bank­ans að for­svars­menn Ex­ista hafi fyr­ir hönd fé­lags­ins brotið gegn ákvæðum 250. grein í auðgun­ar­brotakafla al­mennra hegn­ing­ar­laga með söl­unni. Sú grein fjall­ar um skila­svik. Nýja Kaupþing mun jafn­framt leita einka­rétt­ar­legra úrræða.

Fram hef­ur komið að þeir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir létu Ex­ista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfu­hafa í dag, fjár­magna kaup þeirra sjálfra á 39,62 pró­senta hlut Ex­ista í Bakka­vör með skuldaviður­kenn­ingu upp á 8,4 millj­arða króna. Þetta þýðir að bræðurn­ir lögðu ekk­ert eigið fé fram við kaup­in.

Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is í morg­un hef­ur einnig verið gerð hús­leit á skrif­stofu Ex­ista á Íslandi og í Lund­ún­um. Jafn­framt var gerð hús­leit á skrif­stofu Logos en lög­manns­stof­an hef­ur líkt og Deloitte unnið fyr­ir Ex­ista og Bakka­vör.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert