Húsleit í 2 borgum í Bretlandi

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, aðaleigendur Exista og Bakkavarar. Erlendur Hjaltason …
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, aðaleigendur Exista og Bakkavarar. Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson forstjórar Exista. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar (SFO) ásamt lög­regl­unni í Lund­ún­um gerði hús­leit á skrif­stof­um Ex­ista og Bakka­var­ar í borg­un­um Lund­ún­um og Lincoln í morg­un. Blaðafull­trúi SFO staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is. Rann­sókn­in er gerð í sam­starfi við embætti sér­staks sak­sókn­ara á Íslandi.

Hús­leit­ir í Bretlandi tengj­ast rann­sókn breskra yf­ir­valda á  JJB Sports. Ex­ista var einn stærsti hlut­hafi í íþrótta­vöru­keðjunni en SFO starfar með embætti sér­staks sak­sókn­ara að rann­sókn á hruni ís­lensku bank­anna. 

SFO hóf á síðasta ári form­lega rann­sókn á því hvort lög hafi verið brot­in í starf­semi Kaupþings í Bretlandi fyr­ir fall bank­ans. Ex­ista var stærsti hlut­haf­inn í Kaupþingi fyr­ir þrot bank­ans í októ­ber 2008.

Rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara bein­ist að hluta­fjár­hækk­un Ex­ista í des­em­ber 2008 og viðskipt­um með hluti Ex­ista í Bakka­vör.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert