Yfirheyrslum haldið áfram

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, aðaleigendur Exista og Bakkavarar. Erlendur Hjaltason …
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, aðaleigendur Exista og Bakkavarar. Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson forstjórar Exista. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Yf­ir­heyrsl­ur hafa farið fram hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara í morg­un í kjöl­far hús­leita hjá Ex­ista, Bakka­vör og fleiri aðilum í gær. Fram kom í frétt­um RÚV að bræðurn­ir Lýður og Ágúst Guðmunds­syn­ir hefðu verið yf­ir­heyrðir í morg­un en þeir komu til lands­ins í gær­kvöldi.

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki geta staðfest hverj­ir væru kallaðir til yf­ir­heyrslu hverju sinni. Al­mennt gæti hann sagt að yf­ir­heyrsl­um í mál­inu yrði fram­haldið næstu daga. Í frétt RÚV kom fram að ekki væri búið að kalla til yf­ir­heyrslu for­stjóra Ex­ista, þá Er­lend Hjalta­son og Sig­urð Val­týs­son.

Um gríðarlega um­fangs­mikla rann­sókn er að ræða, í sam­starfi við Ser­i­ous Fraud Office (SFO) í Bretlandi. Alls tóku hátt í 80 manns þátt í hús­leit­un­um í gær hér á landi og í Bretlandi. Í Bretlandi fóru fram hús­leit­ir í tveim­ur borg­um; London og Lincoln, og þar tóku hátt í 40 manns þátt í aðgerðunum, þar af fjór­ir starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara. Ann­ars eins fjöldi tók þátt í aðgerðinni hér í gær, með aðstoð fjög­urra full­trúa frá SFO.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert