Ágúst hættir sem rektor

Ágúst Einarsson.
Ágúst Einarsson. mbl.is/ÞÖK

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans  á Bifröst, tilkynnti í útskriftarræðu í dag, að hann myndi láta af störfum 5. júní næstkomandi eða við næstu útskrift. Ágúst mun áfram starfa sem prófessor við skólann.

Í ræðu Ágústs kom fram að ráðningartími hans hafi runnið út í ársbyrjun en stjórn skólans hafi beðið hann að starfa áfram og hafi hann orðið við því enda vildi hann ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu i tengslum við nemendaíbúðir á Bifröst og því lauk nú  í janúar.

63 nemendur útskrifuðust frá skólanum í dag, þar af 11 með meistarapróf. Ágúst sagði, að staða skólans væri sterk og hagnaður verið af rekstrinum á síðasta ári. Fyrir þremur árum var fjárhagsstaðan mjög slæm en það tókst að snúa því við. Ágúst sagði, að hrunið hefði sett strik í reikninginn en tekist hefði að vinna vel úr því.   Eigið fé skólans hafi aukist verulega undanfarin 3 ár.

Heimasíða Háskólans á Bifröst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert