Istorrent bótaskylt

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­ness um að fyr­ir­tækið Istor­rent og for­svarsmaður þess séu bóta­skyld gagn­vart Sam­bandi tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar (STEF).

Hæstirétt­ur staðfesti einnig lög­bann, sem STEF fékk sett á vefsíðuna tor­rent.is í nóv­em­ber 2007. Þá var Istor­rent og Svavari Lút­ers­syni, for­svars­manni fyr­ir­tæk­is­ins, er gert að greiða STEF 700 þúsund krón­ur í máls­kostnað.

Istor­rent veitti net­not­end­um aðgang að höf­und­ar­rétt­ar­vörðu hljóð- og mynd­efni. Hæstirétt­ur seg­ir, að Istor­rent og Svavar hafi með starf­rækslu vefsvæðis­ins og tækniupp­bygg­ingu þess komið því til leiðar með mark­viss­ari hætti að fram gætu farið greið og um­fangs­mik­il skrá­ar­skipti með efni, sem háð væri höf­unda­rétti, og þannig bein­lín­is stuðlað að brot­um not­enda vefsvæðis­ins. Hefðu Istor­rent og Svavar því brotið gegn lög­vörðum rétti STEFS og því hafi laga­skil­yrði verið upp­fyllt til að leggja lög­bannið á. 

Þá taldi Hæstirétt­ur að Istor­rent og Svavar hefði verið eða mátt vera ljóst, að hátt­semi þeirra var ólög­mæt og til þess fall­in að valda um­bjóðend­um STEFS tjóni. Þótt tjónið yrði fyrst og fremst rakið til hátt­semi not­enda vefsvæðis­ins hefði hin sak­næma og ólög­mæta hátt­semi fyr­ir­tæk­is­ins verið meðor­sök þess. Því féllst Hæstirétt­ur á að Istor­rent og Svavar séu skaðabóta­skyld gagn­vart STEFi.

Sam­tök um hug­verka­vernd, sem er sam­starfs­vett­vang­ur Sam­tóns, SMÁÍS og SÍK, segj­ast í til­kynn­ingu fagna þess­ari niður­stöðu sem sé í sam­ræmi við niðustöður sam­bæri­legra mála á Norður­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert