Kampakátir Akureyringar

Bæði SA og Björninn höfðu fyrir leikinn í gærkvöldi unnið tvo leiki í úrslitakeppninni og því ljóst að það lið sem myndi hafa betur myndi hampa íslandsmeistaratitlinum að leik loknum. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn þar sem liðsmenn Bjarnarins komust yfir líkt og í fyrri úrslitaleikjunum, en liðsmenn SA voru fljótir að jafnametin og staðan 1-1 fyrir upphaf annars leikhluta. Í honum hins vegar má með sanni segja að SA hafi valtað yfir Björninn þegar þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu marki gestanna. Í síðasta leikhlutanum rak SA síðan smiðshöggið, setti 2 og Björninn 1. Lauk leiknum því með 6-2 sigri SA og voru liðsmenn að vonum kampakátir með titilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert