Páll Óskar varð fangi klámsins

Páll Óskar er í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Páll Óskar er í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. mbl.is

Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar fertugsafmæli sínu um helgina. Hann kveðst lifa í sátt við sjálfan sig í dag, en fyrir tíu árum var hann óhamingjusamur og ráðvilltur eftir áföll í einkalífi og leitaði í hommaklám.

„Klámið var nokkuð sem ég gat treyst, það var alltaf til staðar þegar ég vildi og hafnaði mér ekki. Það besta var að ég gat stjórnað því með fjarstýringunni,“ segir Páll Óskar í opinskáu viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, sem birtist í Sunnudagsmogganum sem kemur út á morgun.

Í viðtalinu greinir hann enn fremur frá ástæðunni fyrir því að hann eigi ekki kærasta. „Ég fæ alltaf sömu spurninguna: Palli, af hverju áttu ekki kærasta? Það botnar enginn í því. Ég veit ástæðuna, hún hefur haft mikil áhrif á líf mitt og ég er tilbúinn að segja frá henni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert