Troðfylltu Langholtskirkju í tvígang

Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Heimir á tónleikum í Langholtskirkju.
Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Heimir á tónleikum í Langholtskirkju. Ljósmynd/Hjalti Árnason

Fullt var út að dyrum á tvennum sameiginlegum tónleikum Karlakórs Reykjavíkur og Karlakórsins Heimis úr Skagafirði í Langholtskirkju í gær. Helgina áður höfðu kórarnir haldið tvenna tónleika fyrir norðan en þetta er í fyrsta sinn sem kórarnir koma saman fram opinberlega.

Karlakór Reykjavíkur kom fram fyrir hlé, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Einsöngvarar voru hinir ungu og efnilegu Árni Geir Sigurbjörnsson og Níels Bjarnason, en Árni Geir er úr Skagafirði. Eftir hlé var komið að Heimismönnum undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar, þar sem Thomas R. Higgerson var við píanóið og Jón Þorsteinn Reynisson lék undir á harmonikku í nokkrum lögum. Einsöngvari með Heimi var Þorgeir J. Andrésson

Undir lok tónleikanna sameinuðu kórarnir krafta sína, alls um 130 söngmenn, og sungu saman nokkur lög, m.a. Brennið þið vitar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert