Andlát: Páll Ólafsson

Páll Ólafsson.
Páll Ólafsson.

Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri og bóndi í Brautarholti á Kjalarnesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. mars, 80 ára að aldri. Páll fæddist í Reykjavík 16. mars 1930, eitt fimm barna hjónanna Ástu Ólafsdóttur húsfreyju og Ólafs Bjarnasonar, bónda í Brautarholti.

Páll var bóndi í Brautarholti frá árinu 1954 og tæpum áratug síðar stofnaði hann þar graskögglaverksmiðju sem hann rak ásamt Jóni bróður sínum í 37 ár. Hann var hreppstjóri Kjalarneshrepps árin 1970-1996 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Reykjanesi. M.a. átti hann sæti í kjördæmisráði sjálfstæðismanna í Reykjanesumdæmi og var varaþingmaður flokksins frá 1987-1991. Þá var Páll í stjórn Búnaðarfélags Kjalarneshrepps frá 1956-1990 og gegndi stöðu formanns um 18 ára skeið.

Páll var fulltrúi á aðalfundi Stéttarsambands bænda frá 1980, í jarðanefnd Kjósarsýslu frá stofnun, í yfirfasteignamatsnefnd 1970-1978, í sýslunefnd og sáttanefnd Kjósarsýslu og í yfirkjörstjórn Reykjanesumdæmis frá 1970-1999. Þá sat hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja.

Á yngri árum var Páll virkur í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var áhugamaður um söng og tók þátt í kórastarfi mest alla ævina. Páll var kvæntur Sigríði Kristjönu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi sem lést árið 1998. Börn þeirra eru Guðrún, Ásta, Þórdís, Ingibjörg, Bjarni og Ólöf Hildur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka