Ekki mikið af flúor í öskunni

Aska berst víða frá gosstöðvunum.
Aska berst víða frá gosstöðvunum. mbl.is/KÖK

Fyrstu niður­stöður rann­sókna á ösku úr gos­inu í Eyja­fjalla­jökli benda til þess að magni vatns­leys­an­legs flúors í ösk­unni sé ekki til­tak­an­lega mikið, eða ná­lægt þriðjungi þess sem yf­ir­leitt er í ösku frá Heklu.

Jarðvís­inda­stofn­un greindi sýni sem tek­in voru í gær. Niður­stöðurn­ar eru eft­ir­far­andi:

Leys­an­leg­ur flúor á yf­ir­borði ösku: mg flúor pr kg af ösku.

  • Sýni 1(pH 6,45) Flúor  92 mg/​kg
  • Sýni 2 (pH 5.66) Flúor 112 mg/​kg
  • Sýni 3 (pH 5,55) Flúor 108 mg/​kg

Skolvatnið er lítið eitt súrt sem bend­ir til lít­il­ræðis af eld­fjallagasi (Saltsýru-Brenni­steins­sýru) á ösku­korn­un­um.

Sýn­in sem tek­in voru eru gróf aska. Gera verður ráð fyr­ir að flúor­gildi séu hærri fjær eld­fjall­inu þar sem ask­an er fín­gerðari og yf­ir­borð henn­ar stærra. Hugs­an­legt er að gild­in væru allt að 400-500 mg/​kg á Mið-Suður­landi.

Of­an­greind gildi eru mjög svipuð og í Heima­eyj­argos­inu 1973. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir: „Þótt gild­in ein­ung­is um þriðjung­ur þess, sem mæl­ist í Heklu­ösku er full ástæða til varúðar og að halda bú­pen­ingi frá ösku­mengaðri beit og einkum bræðslu­vatni svo sem poll­um á tún­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka