Þingkjörin nefnd um erlendar fjárfestingar á Íslandi hefur samþykkt kaup Magma Energy í HS-Orku. Hreyfingin krefst þess að öll nefndarálit verði birt opinberlega og að nefndarmenn fái tafarlaust
leyfi til að tjá sig um þau. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfingunni.
„Fram hefur komið að fulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi myndað meirihluta í málinu gegn fulltrúum Borgarahreyfingarinnar/hreyfingarinnar og VG.
Viðbrögð nefndarmanna við áleitni fjölmiðla í tengslum við niðurstöðu nefndarinnar hafa vakið sérstaka athygli en nefndarmenn virðast ekki hafa leyfi til að tjá sig um málið og vísar formaður nefndarinnar á efnahags- og viðskiptaráðherra. Um gríðarlega framtíðarhagsmuni fyrir þjóðina er að ræða og krefst Hreyfingin þess að öll nefndarálit verði birt opinberlega og að nefndarmenn fái tafarlaust leyfi til að tjá sig um þau," segir orðrétt í tilkynningu frá Hreyfingunni.