Hreyfingin vill öll gögn upp á borðið

mbl.is

Þing­kjör­in nefnd um er­lend­ar fjár­fest­ing­ar á Íslandi hef­ur samþykkt kaup Magma Energy í HS-Orku. Hreyf­ing­in krefst þess að öll nefndarálit verði birt op­in­ber­lega og að nefnd­ar­menn fái taf­ar­laust leyfi til að tjá sig um þau. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hreyf­ing­unni.

„Fram hef­ur komið að full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi myndað meiri­hluta í mál­inu gegn full­trú­um Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar/​hreyf­ing­ar­inn­ar og VG. 

Viðbrögð nefnd­ar­manna við áleitni fjöl­miðla í tengsl­um við niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar hafa vakið sér­staka at­hygli en nefnd­ar­menn virðast ekki hafa leyfi til að tjá sig um málið og vís­ar formaður nefnd­ar­inn­ar á efna­hags- og viðskiptaráðherra. Um gríðarlega framtíðar­hags­muni fyr­ir þjóðina er að ræða og krefst Hreyf­ing­in þess að öll nefndarálit verði birt op­in­ber­lega og að nefnd­ar­menn fái taf­ar­laust leyfi til að tjá sig um þau," seg­ir orðrétt í til­kynn­ingu frá Hreyf­ing­unni.

Nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert