Tilfinningaþrungin umræða á Alþingi

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra mælti í dag á Alþing i fyr­ir frum­varpi til laga um sann­girn­is­bæt­ur fyr­ir mis­gjörðir á stofn­un­um og heim­il­um fyr­ir börn. Þar er kveðið á um bæt­ur allt að 6 millj­ón­um króna til handa ein­stak­ling­um sem urðu fyr­ir var­an­leg­um skaða vegna illr­ar meðferðar eða of­beld­is á til­tekn­um stofn­un­um eða heim­il­um.

All­ir þeir sem tóku til máls við 1. umræðu lýstu stuðningi við frum­varpið. Umræðan var á köfl­um til­finn­ingaþrung­in og fram kom sú ein­dregna von að með samþykkt frum­varps­ins yrði hægt að gera upp ljót­an kafla í Íslands­sög­unni.

Jafn­vel þótt pen­ing­ar dygðu skammt til að bæta þá þung­bæru reynslu og missi tæki­færa sem marg­ir hefðu orðið fyr­ir þá stæðu von­ir til að með greiðslu sann­girn­is­bóta, til viðbót­ar við af­sök­un­ar­beiðni sem þegar hef­ur verið bor­in fram og ít­ar­lega rann­sókn at­vika, yrði hægt að ná sátt­um við hlutaðeig­andi. Þá yrði að tryggja við fram­væmd barna­vernd­ar­mála að at­b­urðir eins og þeir sem gerðust á Breiðavík­ur­heim­il­inu end­ur­tækju sig ekki.

Í lok umræðunn­ar lýsti for­sæt­is­ráðherra ánægju yfir því að þing­heim­ur skyldi hafa talað einni röddu í þessu máli. Þakkaði hún Breiðavík­ur­sam­tök­un­um og öðrum sem komið hafa að und­ir­bún­ingi máls­ins þeirra góða inn­legg.

Hér er hægt að fylgj­ast með umræðum um málið 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert