Keníamaðurinn Paul Ramses og fjölskylda hans fá að búa áfram á Íslandi og lýkur þar með tveggja ára baráttun Ramses og eiginkonu hans, Rosemary Atieno Athiembo, fyrir því að fá hæli á Íslandi. Mál Ramses komst í hámæli sumarið 2008 þegar honum var vísað úr landi tímabundið og sendur til Rómar.
Fyrr í vikunni veitti Útlendingastofnun fjölskyldunni pólitískt hæli hér á landi á grundvelli þess að þeirra bíði ekki annað en ofbeldi í heimalandinu.