Þrúðvangur friðaður

Skáldið og sýslumaðurinn Einar Benediktsson bjó fyrrum í Þrúðvangi.
Skáldið og sýslumaðurinn Einar Benediktsson bjó fyrrum í Þrúðvangi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða Laufásveg 7, Reykjavík, Þrúðvang. Friðunin nær til ytra byrðis og útskorinna hurða og lágmynda í stofum hússins ásamt aðalhurð og stiga.

Margrét Zoëga, tengdamóðir Einars Benediktssonar skálds, lét reisa Þrúðvang við Laufásveg á árunum 1918-19, en Þrúðvangur er nafn á ríki Þórs í goðafræðinni. Einar Benediktsson bjó um tíma í húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert